Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
2.2.22

Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands

Sviðslistamiðstöð Íslands hef­ur ráðið Friðrik Friðriks­son í starf fram­kvæmda­stjóra. Hann hef­ur störf 1. fe­brú­ar 2022.

Sviðslistamiðstöð Íslands, sem var form­lega stofnuð um mitt ár 2021, gegn­ir því hlut­verki að styðja ís­lensk­ar sviðslist­ir og auka sýni­leika þeirra og hróður inn­an lands sem utan, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Til­gangi sín­um hyggst miðstöðin ná með öfl­ugu kynn­ing­ar­starfi og sér­tæk­um átaks­verk­efn­um sem hvetja til alþjóðlegra tengsla sviðslista­fólks og sviðslista­stofn­ana á Íslandi.

Friðrik Friðriks­son braut­skráðist frá Leik­list­ar­skóla Íslands árið 1998. Hann var fa­stráðinn leik­ari við Þjóðleik­húsið um ára­bil og fékkst auk þess jöfn­um hönd­um við leik­stjórn og sjón­varps­leik. Árið 2014 söðlaði hann um, hóf nám við Há­skól­ann í Reykja­vík og lauk þaðan MBA-prófi árið 2016. Friðrik hef­ur síðastliðin ár verið fram­kvæmda­stjóri Tjarn­ar­bíós.

Friðrik gegn­ir hlut­verki rit­ara í stjórn Evr­ópu­sam­taka sjálf­stæðra sviðslista – Europe­an Associati­on of In­depend­ent Per­form­ing Arts. Hann var meðstjórn­andi í stjórn Ice Hot Nordic Dance á ár­un­um 2017-2019. Í störf­um sín­um fyr­ir Tjarn­ar­bíó hef­ur Friðrik komið sér upp víðtæku alþjóðlegu tengslaneti sem mun nýt­ast hon­um í hlut­verki fram­kvæmda­stjóra Sviðslistamiðstöðvar Íslands.

Friðrik mun ábyrgj­ast dag­leg­an rekst­ur Sviðslistamiðstöðvar Íslands, leiða upp­bygg­ingu henn­ar og móta framtíðar­sýn miðstöðvar­inn­ar í sam­ráði við stjórn.