Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
6.2.23

GLEN netverk - þátttökustyrkur

Þátttaka í GLEN netverkinu - þátttökustyrkur

GLEN (Great Little European Network) er nýtt netverk sem tengir smæstu þjóðir Evrópu í sameiginlegu tengslaneti og þjálfunarprógrammi.  Tilgangur netverksins er að leggja sitt af mörkum til að þróa betri starfshætti og bæta sjálfbærni sviðslista í viðkomandi löndum, tengja þau saman og auka sess þeirra á alþjóðavettvangi. Netverkið miðar að því að vera innspýting fyrir þá sem hafa metnað til að þróa hæfni sína á alþjóðavettvangi.

GLEN var stofnað árið 2023 að frumkvæði 8 stofnana sem vinna að því að styðja uppbyggingu og alþjóðavæðingu sviðslista í sínu heimalandi:

Á fyrsta starfsári sínu, frá september 2023 til júní 2024, mun GLEN stofna til þriggja verkefna:

  • Tengslanetsviðburðir í Riga í Lettlandi 1. - 4. nóvember 2023 og í Tartu í Eistlandi í maí 2024
  • Jafningjaráðgjöf (Critical friendship): þátttakandi er paraður saman við þátttakandi frá samstarfslandi með það að markmiði að efla gagnkvæman stuðning og skilning á aðstæðum hvers annars
  • Röð vefnámskeiða: sem fjalla um áskoranir smærri landi sem snúa að framleiðslu og kynningu sviðslista og ráðgjöf um hvernig megi þróa verkefni á alþjóðlegum vettvangi.

Fyrir hvern

Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk á Íslandi

Umsóknargögn

Umsækjandi leggur til eftirtaldar upplýsingar og gögn.  Umsókn skal skilað á ensku á rafrænu umsóknarformi. Hlekkur neðst á síðunni.

  • Nafn og íslensk kennitala
  • Listræn ferilskrá
  • Bréf þar sem umsækjandi lýsir áhuga sínum á því að verða hluti af netverkinu og hvernig jafningjaráðgjöf (critical friendship) gæti hjálpað viðkomandi við listsköpun sína.
  • Stutt lýsing á núverandi verkefnum umsækjanda.

Mat á umsóknum

Fulltrúar samstarfsaðila GLEN fara yfir umsóknir og velja þátttakanda frá Íslandi. Ákvörðunin er endanleg.

Umsóknum skal skilað fyrir 16. júní 2023 á miðnætti að íslenskum tíma.

Skilyrði

  • Að vera á byrjunar- eða miðstigi ferils síns og vera að stíga fyrstu skrefin á alþjóðavettvangi
  • Áhugi á að taka þátt í tengslanetinu
  • Áhugi á að vinna með jafningjum frá löndum GLEN

Styrkupphæð

Valinn þátttakandi mun fá eingreiðslu upp á 500 € til að standa straum af útgjöldum innan ramma hinnar “mikilvægu vináttu” (critical friendship)

Ferða-, gisti- og dagpeningakostnaður vegna tengslanetsviðburða verður greiddur af netverki GLEN.

Skyldur þátttakanda

  • Þátttaka í tengslaviðburðunum tveimur
  • Að viðhalda samtali við þann listamenn sem verður paraður við þátttakanda
  • Að sækja vefnámskeið GLEN eins mikið og mögulegt er
  • Skila skýrslu við lok verkefnisins
  • Láta nöfn og lógó GLEN-fjármögnunaraðila fylgja með á öllu verkefnatengdu samskiptaefni

Verkefnisstjórn er í höndum Kanuti Gildi SAAL.  GLEN hlaut netverksstyrk frá Nordisk Kulturkontakt til að koma netverkinu á fót.

SMELLIÐ HÉR FYRIR UMSÓKNARFORMIÐ