Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
8.23.22

Kynningarrit fyrir Íslenska danshöfunda, hópa og verk þeirra

Kynningarrit fyrir danshöfunda, hópa og verk er nú hægt að skoða á netinu. Ritið er gefið út í tengslum við þátttöku Sviðslistamiðstöðvar á Tanzmesse í Dusseldorf. Tanzmesse er alþjóðleg dansmessa sem er sótt af fagfólki í samtíma lístdansi hvaðanæva úr heiminum. Sviðslistamiðstöð Íslands deilir kynningarbás með Dans- og leikhúsmiðstöðinni í Noregi undir nafninu Performing Arts from the Northern Latitudes. Alls verða munu sex danshöfundar frá Íslandi sækja Tanzmesse að þessu sinni en það eru Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigga Soffía, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Yelena Arakelow og Heba Eir Kjeld sem mun kynna Katrínu Gunnarsdóttur.

-