Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
6.10.22

Neind Thing sýnt í Belgíu

Dansverkið Neind Thing verður sýnt í Kunstcentrum Buda í Belgíu sunnudaginn 19. júní. Neind Thing er eftir danshöfundinn Ingu Huld Hákonardóttur og var frumsýnt 28. október 2021 í Tjarnarbíó.

Inga Huld hlaut tilnefningu sem danshöfundur ársins á sviðslistaverðlaunum Grímunnar 2022

Þrjár sviðslistakonur og einn trommara leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika. Neind Thing byggir á þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans, vonleysi gagnvart distópískri framtíð, stöðugu áreiti miðla og ekki síst þversagnakenndum og athyglistelandi netheimi. Leikurinn er: Neitið og þér munið finna; nýja neind, nýtt zen, nýjar leiðir, nýja vini, ný lönd, nýjar hugmyndir, nýtt everything!

Dansarar eru Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Inga Huld Hákonardóttir

Lifandi tónlist: Ægir Sindri Bjarnason

Lifandi ljós: Arnar Ingvarsson

Ljósmynd: Kaja Sigvalda