Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
6.21.22

Opið fyrir umsóknir um styrki til þátttöku á Tanzmesse 2022

Tanzmesse er stærsta messa fyrir samtímadans Evrópu og frábær vettvangur fyrir tengslamyndun og kynningu á dansverkum.  Tanzmesse er haldin annað hvert ár í Dusseldorf í Þýskalandi.  Næsta Tanzmesse fer fram dagana 31. ágúst - 4. september.  

Fjöldi erlendra gesta hvaðanæva úr heiminum sækir Tanzmesse og frábært tækifæri til að kynna dansverk fyrir erlendum prómóterum og hátíðarstjórnendum en jafnframt að kynnast öðrum dönsurum og danshöfundum.  

Sviðslistamiðstöð Íslands veitir fimm danshöfundum eða framleiðendum dansverka 90.000 kr styrk til þátttöku á hátíðinni.  Umsækjendur sjá sjálfir um að skrá sig til þátttöku á vef Tanzmesse og bóka sömuleiðis flug og hótel. Aðgöngumiði á Tanzmesse kostar €160,5 Evrur og gildir á alla viðburði á Tanzmesse, fyrirlestra og sýningar.

Þeir sem hljóta styrk fá hann greiddan um leið og þátttökugjald á Tanzmesse hefur verið greitt og staðfesting send í tölvupósti til Sviðslistamiðstöðvar.

Sviðslistamiðstöð Íslands deilir kynningarbási með Dans og teatersentrum í Noregi og því verður hægt að vera til staðar og kynna verkefnin fyrir gestum hátíðarinnar.  Ísland verður jafnframt gestgjafi með hinum Norðurlöndunum í Norrænu partýi 2. september.

Umsóknarfrestur er til 4. júlí.

Hægt er að sækja um á Google umsóknarformi  HÉR

Nánari upplýsingar um Tanzmesse má finna hér: https://www.tanzmesse.com/en/