Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
11.18.22

Örkynningar á RDF og Lókal

Sviðslistamiðstöð í samstarfi við Reykjavik Dance Festival, Lókal og Íslandsstofu stóð fyrir örkynningum (pitch session) á íslensku sviðslistafólki og verkefnum í tengslum við hátíð RDF og Lókal fimmtudaginn 17. nóvemeber.  Kynningin fór fram á kaffihúsi Tjarnarbíós þar sem 10 sviðslistahópar kynntu verk sin fyrir 15 listrænum stjórnendum hátiða og sýningarstaða í Evrópu.  Eftirtaldir sviðslistahópar kynntu verk sín í tveggja tíma dagskrá:


Barnabarinn og Barnabærinn eftir Krakkaveldi

BALL, Teenage Songbook of Love and Sex  & One night in…. eftir Alexander Roberts & Ásrúnu Magnúsdóttur

Inasand & Life - a mudpie eftir 10 fingur

Club Romantica eftir Abendshow Theaterclub í samstarfi við Murmur Productions kynnt af Friðgeiri Einarssyni

MOLTA eftir Rósu Ómarsdóttur

A year without summer eftir Marble Crowd

Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur

Kok - Ópera eftir Svartur jakki, textar Kristínar Eiríksdóttur og tónlist Þórunnar Grétu Sigurðardóttur

ALDA eftir Katrínu Gunnarsdóttur

When the Bleeding Stops eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur