Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
9.15.22

Óskað eftir þátttakendum á CINARS 2022

Sviðslistamiðstöð Íslands óskar eftir sviðslistafólki og/eða hópum til að taka þátt í einum stærsta sviðslistamarkaði heims - CINARS í Montreal Kanada, dagana 7. - 12. nóvember.

Sviðslistamarkaðurinn CINARS heldur sölusýningu á tveggja ára fresti og þykir einn mikilvægasti vettvangur fyrir fagfólk innan sviðslista í Norður Ameríku. Þar leiða sviðslistafólk, skipuleggjendur, kaupendur og framleiðendur saman hesta sína oft með góðum árangri.

Sviðslistamiðstöð Íslands efndi í ár til samstarfs við hinar norrænu kynningarmiðstöðvarnar undir nafninu Nordics Combined.

Sviðslistamiðstöð velur þátttakendur úr innsendum umsóknum og veitir þeim ferðastyrk og greiðir þátttökugjaldið á hátíðina.  Þátttakendur standa sjálfir undir hluta af kostnaði, bóka flug og gistinguna.

Drög að dagskrá fyrir þátttakendur:

* Nordic Pulse, kynningardagskrá Norðurlandanna (pitch session)

* Bás á Norræna Torginu (Nordic Square)

* Aðgangur að sýningum CINARS

* Norrænt party

* Viðburðir fyrir fagaðila og tengslamyndun

Þátttaka í CINARS er sérstaklega hugsuð sviðslistafólki og -hópum sem sjá Norður-Ameríku fyrir sér sem hugsanlegan markað fyrir verk sín.

Umsókn skal skilað á ensku í gegnum umsóknarform í hlekk hér að neðan. Við biðjum um fullunna texta en þeir gætu verið notaðir í dagskrá hátíðarinnar, birst á vefsíðum og samfélagsmiðlum.

Umsóknarfrestur er til 30. september

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands - fridrik@performingarts.is

UMSÓKNARFORM