Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
3.28.23

Stefna og aðgerðaráætlun Sviðslistamiðstöðvar Íslands 2023 - 2025

Stefna Sviðslistamiðstöðvar Íslands 2023 - 2025

Stefnan var unnin af framkvæmdastjóra og stjórn Sviðslistamiðstöðvar Íslands.  Til grundvallar stefnunni er stofnskrá miðstöðvarinnar, ásamt athugasemdum og viðbætum frá fundi með hagaðilum 17. janúar 2023.  Í stefnunni er skilgreint hlutverk og framtíðarsýn miðstöðvarinnar ásamt fjórum áherslusviðum með markmiðum og aðgerðum. Stefnan er gefin út á íslensku og ensku.

Hlutverk

Sviðslistamiðstöð Íslands er upplýsinga- og stuðningsmiðstöð fyrir listafólk, framleiðendur, hópa og stofnanir á vettvangi sviðslista á Íslandi.

Hlutverk Sviðslistamiðstöðvar Íslands er að styðja íslenskar sviðslistir og auka sýnileika þeirra, eftirspurn og hróður innan lands sem utan.

Tilgangi sínum hyggst miðstöðin ná með öflugu kynningarstarfi og sértækum átaksverkefnum sem hvetja til alþjóðlegra tengsla meðal sviðslistafólks og sviðslistastofnana á Íslandi. Þá veitir Sviðslistamiðstöð upplýsingar, sinnir fræðslu og annast námskeið sem lúta að þátttöku og starfi sviðslistafólks á alþjóðavettvangi.

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn Sviðslistamiðstöðvar Íslands er að íslenskar sviðslistir verði eftirsóttur og sjálfsagður valkostur á alþjóðlegum vettvangi lista.

Alþjóðlegt samstarf, tengsl og tækifæri

Markmið: Sviðslistamiðstöð á frumkvæði að því að skapa tækifæri fyrir sviðslistafólk til alþjóðlegrar tengslamyndunar og samstarfs.

Kynning og miðlun

Markmið: Sviðslistamiðstöð kynnir íslenskar sviðslistir á alþjóðlegum vettvangi. Miðstöðin miðlar upplýsingum um tækifæri erlendis til sviðslistafólks á Íslandi.

Fræðsla, ráðgjöf, samtal

Markmið: Að efla þekkingu og hæfni sviðslistafólks á Íslandi á þeim þáttum sem snúa að framleiðslu, sýningarferðum, tengslamyndun og samstarfi á alþjóðavettvangi. Að eiga frumkvæði að og hvetja til samtals á vettvangi sviðslista um málefni sem varða hlutverk Sviðslistamiðstöðvar.

Hagsmunagæsla

Markmið: Sviðslistamiðstöð veitir stjórnvöldum, stofnunum og félögum á vettvangi sviðslista ráðgjöf og aðhald varðandi þau málefni sem snerta hlutverk miðstöðvarinnar.