Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
2.10.23

Út í heim - vefnámskeið um sýningarferðir sviðslistahópa

Á námskeiðinu fræddumst við stuttlega um þá þætti er snúa að því að alþjóðlegum sýningarferðalögum.  Meðal annars var fjallað um samningagerð og samskipti við sýningarstaði, um fjármögnun, um hagnýt atriði þegar ferðast er með leikmyndir og kynningarmál.

Fyrirlesari er Tinna Grétarsdóttir, danshöfundur og framkvæmdastjóri Dansverkstæðisins.  Tinna er listrænn stjórnandi Bíbí &Blaka (Bird & Bat) hefur skapað danssýningar fyrir börn síðan 2012. Sýningar hennar hafa ratað til ungra áhorfenda á Norðurlöndum og víðar. Þá hefur Tinna einnig reynslu af þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum.

SLÆÐUR ÚR KYNNINGUNNI MÁ HLAÐA NIÐUR HÉR

-