Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
5.3.22

Opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð og Listamannalaun

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnusviðslistahópa fyrir leikárið 2022/23 – aukaúthlutun átak ríkisstjórnar. Veittar eru 25 milljónir til sjóðsins og að auki 50 listamannalaun til sviðslistafólks, 35 ára og yngri.

Umsóknarfrestur er til  16. maí 2022 kl. 15:00

Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, verk- og tímaáætlun, fjárhagsáætlun og upplýsingar um þátttakendur. Vakin er athygli á formi fyrir fjárhagsáætlun sem skal fylgja umsókn.

Eingöngu er tekið við fylgigögnum með umsókn í umsóknarkerfi Rannís.

Umsókn til Sviðslistasjóðs getur gilt sem umsókn í launasjóð sviðslistafólk fyrir þátttakendur verkefnis.

Umsóknareyðublöð eru á vefslóðinni https://www.rannis.is/.../menning-listir/svidslistasjodur/

Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum.

Úthlutun byggir á viðspyrnuátaki ríkisstjórnar vegna faraldurs.