Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
9.28.23

Óskað eftir skráningu: Bæklingur um sviðslistir frá Íslandi

Við tilkynnum opið kall fyrir skráningu á sýningum fyrir væntanlegan stafrænan kynningarbækling Sviðslistamiðstöðvar.  Útgáfa stafræns bæklings er ein af aðgerðum Sviðslistamiðstöðvar undir markmiðinu Kynning og miðlun til að kynna fyrir alþjóðlegum hátíðarhöldurum og viðburðahúsum þá fjölbreyttu flóru sviðslista sem finna má á landinu.

Skilyrði fyrir skráningu:

  • Ekki má vera meira en 5 ár frá frumsýningu
  • Ekki má vera lengra síðan en 2 ár frá síðustu sýningu
  • Upptaka af sýningunni verður að vera til.

Gögn fyrir skráningu:

  • Lýsing á verkefninu á ensku
  • Stutt ágrip af listamanni eða hóp á ensku
  • Ljósmyndir í góðum gæðum
  • Rýmisþarfir

Hvernig á skrá verkefni:

  • Fylltu inn Google Forms eyðublað með öllum nauðsynlegum upplýsingum á ensku
  • Gættu þess að allur texti sé prófarkarlesinn og ljósmyndir séu í góðum gæðum.

Frestur fyrir skráningu:  15. október 2023

Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á fridrik@performingarts.is