Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
10.18.22

Örkynning (pitch session) á RDF og Lókal

Reykjavík Dance Festival (RDF), Lókal international performing arts festival og Sviðslistamiðstöð Íslands óska eftir umsóknum um þátttöku í kynningu á sviðslistahópum og verkefnum (pitch session) á sviðslistahátíð Reykjavík Dance Festival og Lókal sem fer fram dagana 16. - 20. nóvember.

Kynningin verður haldin 17. nóvember kl. 13.00 á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíó í tengslum við Reykjavík Dance Festival og Lókal.  Þar gefst sviðslistafólki tækifæri til að kynna sig og verk sín fyrir erlendum stjórnendum sýningastaða og hátíða.  Markmiðið er að gefa þessum erlendu gestum yfirsýn yfir það sviðslistafólk sem starfar á Íslandi og vekja áhuga á verkum þeirra.

Erlendir gestir hátíðarinnar koma m.a. frá Dansens Hus Oslo, Take Me Somewhere Festival, Santarcangelo Festival, Festspillene I Nord Norge, DansiT, Rosendal Theatre, Dance Base Scotland, Fierce Festival, Zodiak, Lavanderia a Vapore, Theater Rotterdam, Black Box teater Oslo, Eskus - Performance Arts Centre Finland og Théâtre de Poche & Festival BONUS.

Stjórnendur Reykjavík Dance Festival, Lókal og Sviðslistamiðstöðvar munu fara yfir allar umsóknir og velja hópa eða listamenn til þátttöku.  Sviðslistamiðstöðin heldur utan um skráningu og skipulag.

Umsækjendur fá 7 mínútur til að kynna sig og verk sín.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 26. október.  

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU