Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
8.25.23

Tanzmesse 2024: Sendu inn tillögu að sýningu

Tanzmesse er ein stærsta samkoma fagfólks innan samtímadansins og fer fram annað hvert ár í Düsseldorf í Þýskalandi. Markmið Tanzmesse er að skapa vettvang fyrir alþjóðlega samvinnu, miðla þekkingu og skapa tengslanet innan dansgeirans. Á hverri messu koma saman allt að 1.500 sýningarhaldarar og gestir frá ýmsum löndum til að kynna fjölbreyttar danslistir.  Tanzmesse fer fram 28. ágúst til 31. ágúst 2024.

Árið 2022 tók Sviðslistamiðstöð Íslands fyrst þátt og deildi þá bás með Noregi. Sviðslistamiðstöðin styrkti einnig fimm danshöfunda til þátttöku sem fengu tækifæri til að kynna sig og verk sín.  Nú höfum við tryggt okkur eigin bás til að kynna dans frá Íslandi.  Líkt og árið 2022 mun miðstöðin taka saman upplýsingar um danshöfunda og verk í netbæklingi (nánar tilkynnt síðar).

Þeir sem eru með bás geta  sent inn tillögur að verkum fyrir dagskrá Tanzmesse. Hægt er að kynna verk á þrjá vegu:

Performance Programme: Hægt er að senda inn tillögu að verki í fullri lengd til sýningar á sviðum Tanzmesse, í opnu rými eða stafrænt. Þetta á einnig við um verk sem eru ætluð yngri áhorfendahópum.

Open Studio: Listafólk fær 20 mínútur til að sýna styttri útgáfu af verki auk Q&A í studíói.

Insights: Listafólk heldur kynningu á verkum sýnum t.d. með hjálp myndbanda og slæðukynninga.

Við viljum því bjóða öllum danshöfundum búsettum á Íslandi að senda okkur umsóknir með tillögum að sýningum.

Skilyrði

Umsækjendur skulu hafa íslenska kennitölu og starfa sem atvinnufólk í sviðslistum.

Yfirferð umsókna:

Sérstök valnefnd Sviðslistamiðstöðvar mun fara yfir allar umsóknir. Þeir danshöfundar sem verða valdir fá tilkynningu og umsóknarhlekk til að skrá umsókn á vef Tanzmesse. Umsækjendur greiða sjálfir skráningargjald sem er 25 Evrur auk 7% virðisaukaskatts.

Þó ber að taka fram að lokaval verður í höndum valnefndar Tanzmesse.  Verði verkefni frá Íslandi fyrir valinu þá greiðir Tanzmesse sýningarlaun fyrir alla þátttakendur fyrir flokkana Performance Programme og Open Studio.  Þátttakendur þurfa sjálfir að afla viðbótarfjár til að standa straum af ferðum og uppihaldi.  Sviðslistamiðstöð mun taka þátt í hluta af ferðakostnaði verði sýningar frá Íslandi valdar á messuna.

Umsóknarfrestur Sviðslistamiðstöðvar: 5. september 2023
Umsóknarfrestur valinna verka til Tanzmesse: 15. september 2023

Hvernig á að senda inn:

Vinsamlegast sendið okkur umsóknir á netformi hér - https://forms.gle/Axw9JaqHXBSBvhpv6

Nánari upplýsingar um Tanzmesse má finna á www.tanzmesse.com