Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
3.1.22

Þrjár danssýningar og þrjár kynningar frá Íslandi á Icehot Helsinki

ICE HOT – Nordic Dance Platform kynnir norrænan samtímadans og danslist eins og hún gerist best. Hátíðin var síðast haldin í Reykjavík árið 2018 og nú er komið að Finnum að hýsa hátíðina.  Þrjú íslensk dansverk verða sýnd á hátíðinni,  Eyður eftir Marmarabörn, Spills eftir Rósu Ómarsdóttur og Takeover eftir Kolfinnu Önnu Kuran.  Að auki verða þrjú verk kynnt í “pitch session” More, more, more en það eru þær Inga Huld Hákonardóttir með Neind Thing,  Saga Sigurðardóttir með This grace: The garden og Þel eftir Katrínu Gunnarsdóttur.  

Hátíðin stendur frá 29. júní til 3. júlí en alls verða til sýnis 23 dansverk frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.   

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ICE HOT

Sjáumst í Helsinki, 29. júní – 3. júlí, 2022!