Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
6.27.23

Úthlutun ferðastyrkja í júní 2023

Fagráð Sviðslistamiðstöðvar Íslands lauk úthlutun ferðastyrkja 27. júní 2023 sem auglýstir voru til umsóknar 26. maí. Alls bárust frá 15 umsóknir um ferðastyrki fyrir 47 einstaklinga, samtals að upphæð 3.550.000 krónur. Til úthlutunar þessu sinni voru 1.425.000 krónur. Við val verkefna voru þau markmið höfð að leiðarljósi að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn íslenskra sviðslistaverka utan Íslands.

Í fagráði fyrir þessa umsóknarlotu voru Þóra Einarsdóttir, Friðþjófur Þorsteinsson og Rebekka A. Ingimundardóttir. Friðrik Friðriksson stýrði fundum fagráðs fyrir hönd Sviðslistamiðstöðvar.

Úthlutun ferðastyrkja Sviðslistamiðstöðvar 27. júní 2023:

  • Margrét Erla Maack: 150.000 kr, vegna sýningarferðalags Wilfredo a gogo til Kaupmannahafnar, Helsinski og Tallin.
  • Lovísa Ósk Gunnarsdóttir: 450.000 kr, vegna sýningarferðar When the bleeding stops á Norma Festival í Tékklandi.
  • Katrín Gunnarsdóttir: 375.000 kr, vegna sýningarferðar með Alda til Tampere í Finnlandi.
  • Menningarfélagið Selur: 75.000 kr, vegna sýningarferðar með Þoku til Harstad í Noregi.
  • Spindrift: 225.000 kr, vegna sýningarferðar með Them á Edinburgh Fringe Festival.
  • Yelena Arakelow: 150.000 kr, vegna sýningarferðar með Waiting for a Dance til Vilnius í Litháen.

-